15.2.2009 | 20:29
Pizza með banönum og camembert
Ok, ykkur finnst þetta kannski ekki hljóma svo vel, en þetta kemur á óvart. Og sérstaklega sem forréttur eða svona smakk.
Ég er ekki nógu dugleg við að prófa nýtt ofan á pizzur, en það kemur nú fyrir. Þess vegna er gaman að kaupa eða búa til pizzadeig og gera fullt af litlum pizzum og imprúvæsera með það sem ofan á fer.
Ég gerði það einmitt um daginn eftir að vinkona sagði mér frá því að hún hefði fengið sér pizzu með camembert osti og bönunum og líkað vel. Já ókey, var ekki svo viss með banana sjálf.
- Pizzadeig, rúllað út þunnt
- Tómatar í dós (stewed)
- Banani
- Cammebert ostur
Tómötunum dreyft á botninn, svo bananar í sneiðum og því næst camembertinn.
Og viti menn, þetta var bara lúmskt gott!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:41 | Facebook
Athugasemdir
Þetta minnir mig á uppáhalds pizzuna mína. Ég hef pepperoni aukalega á pizzunni. Það er gott að hafa saman sterkt pepperoni og svo banana því þetta vegur á móti hvort öðru.
Sigtryggur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:17
Snilld. Ég fæ mér sjaldnast pizzu án pepporini, getur verið allur fjandinn á henni svo framarlega sem það er pepperoni (og helst ferskur chile).
Ég ætla að prófa þessa næst með pepp, hljómar bara vel! Takk fyrir þetta.
Sxx
Soffía Gísladóttir, 16.2.2009 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.