15.2.2009 | 12:18
Kjúklingavængir eru málið
Og þeir eru á eðlilegu verði, ekki kannski mikið kjöt á þeim, en með meðlæti eru þeir bara snilld. Er búin að vera að elda þá í mauk undafarið og þeir eru svo tender og góðir. Og þola að láta elda sig annað en bringur sem geta verið óttalega þurrar á manninn :P
Tandoori Kjúklingur
- Kjúklingavængir
- Tandoori krydd (fæst m.a hjá pottagöldrum sem er bara gott)
- Ab mjólk
- Hvítlaukur
- Chile
- Smjör
- Salt og pipar
Setjið tandoori krydd og ab mjólk ásamt smá salti ískál og blandið vel saman. Alveg slatta af kryddinu og ca dl msk af Ab mjólk miðað við svona einn bakka af vængjum.
Svo set ég Þetta í eldfast mót með slatta af smjörklípum dreift yfir dótið, nokkrum hvítlauksrifum og svo salt og pipar.
Eldað við ca 200° c i klst.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.