30.1.2009 | 12:43
Melt in your-mouth Súkkulaðikaka
Melt in your-mouth Chocolate Cake
- 200 g Smjör
- 200 g Dökkt súkkulaði
- 200 g sykur
- 4 egg
- 1 kúfull matskeið hveiti
Þeir mæla svo með að þessi sé búin til kvöldið áður, eða að morgni þessi kvölds sem á að borða hana, eins og best er ef notað er dökkt súkkulaði.
Hitið ofninn í 180°. Smyrjið sirka 8" form, eða notið smjörpappír.
Bræðið smjör saman við súkkulaðið. (Í vatnsbaði eða micro). Setjið í skál og blandið við sykri, hrærið (með trésleif segja þeir...veit nú ekki hvaða máli það skiptir hvernig sleif...) og látið standa smá til að kæla aðeins. Bætið þvínæst við eggjum, einu í einu og hrærið vel saman eftir hvert egg. Að lokum, blandið við hveitinu.
Setjið deigið í formið og í ofninn í 30 mín. Slökkvið á ofninum og hafið kökuna þar inni í 10 mín til viðbótar. Setjið kökuna í forminu á grind og kælið alveg. Setjið svo yfir plastfilmu og í ísskáp þar til þið berið hana fram.
Kv, Soffía
Þarna er ég á munnhörpunni á Mojo í Köben og Halli á gítarnum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 31.1.2009 kl. 17:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.