25.1.2009 | 21:20
Sleeping my day away
Í gær voru víst tónleikar með DAD, Disneyland after dark. Fyrrverandi trommari þeirra, Peter er góður kunningi minn. Hitti hann einmitt í Köben um daginn. Við kíktum á Sticks and Sushi sem eru með nokkra fína sushi staði þarna úti. Ég er mikið fyrir sushi og þessi réttur hér er alltaf í þróun hjá mér og klikkar aldrei. Frábær sem forréttur og í sushi hlaðborðið.
LAX Í SKÁL
- Lax
- Avacado
- Vorlaukur
- Sesamfræ
- Rauð silungahrogn
- Ferskt engifer
Skerið ferskann laxinn (eða reyktann ef það hentar ykkur betur) frekar smátt, 1-2 cm ferninga, avacadoinn einnig sem og vorlaukinn. Blandið þessu saman i litla skál. (Ein skál á mann)
Í þetta fer svo teskeið af sesamfræum og teskeið af hrognum eða svo teskeið af rifnum ferskum engifer. Blandið nett saman.
(Ég nota svipað magn af lax og avacado, u.þ.b 1/4 avacado á mann)
Borið fram með Soya og wasabi og súrsuðu engifer.
Tip: Mirin er must í sushi gerð. Hellið þónokkrum matskeiðum af þvi í hrísgrjónin þegar þið eldið þau. Þetta er svona sætt sýrópskennt hrísgrjónavín. Lykilatriði við suðu hrísgrjóna.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 4.2.2009 kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.