25.1.2009 | 14:01
Lax
Alveg upplagt að fara út og fíra upp í grillinu og henda á það laxaflaki.
Lax
- Lax
- Smjör
- Salt
- Pipar
- Lime
- Thyme
- Hvítlauksrif
Leggið laxinn á álpappír. Setjið allt heila klabbið með í álpappírinn og grillið þar til laxinn er perfect.
Grillspjót
- Kúrbítur
- Kirsuberjatómatar
- Paprika
- Rauðlaukur rokkar
Stungið upp á grillpinnan, dreypa yfir þetta smá olíu, salt og pipar og sett á efri hillu grillsins.
Sósan
- Sýrður rjómi
- Rauð paprika
- Fersk steinselja, og alveg slatti af henni.
- Salt og pipar
- Smá Maple sýróp
Setti í blender og maukað. Þetta var alveg ágæt sósa, mætti samt alveg fínpússa hana einhvernvegin. Kannski með að grilla paprikuna í ofni svo að hún verði svört og sæt, og taka af henni skinnið og mauka svo...
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 4.2.2009 kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Ég mæti með hvítvín. Hvenær á að borða ?
hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 14:14
Mmmm hvítvín. Snilld. Borðað kl 7
Soffía Gísladóttir, 25.1.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.