12.1.2009 | 15:00
Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
Var að koma heim í gærkveldi frá Kamloops, Kanada. Vorum þar í 2 vikur. Kamloops er lítll bær ca 300 km frá Vancouver. Þetta er svona kúreka og indjánabær og svo fullt af rednecks. Kamloops er indjánamál og þýðir "Þar sem árnar mætast".
Við bjuggum þarna úti fyrir 2 árum og förum reglulega í heimsókn þangað og eigum því fullt af óheyrilega góðum og skemmtilegum vinum, og nokkrir þeirra algjört gourmet fólk og því oftar en ekki var elduð einhver snilldin.
Vorum á Íslandi í 2 vikur um jólin, matarboð á hverjum degi. Svo fyrir áramót fórum við til Kanada í 2 vikur, og enn og aftur matarboð og skemmtilegheit á hverjum degi. Ég hef því sankað að mér mörgum góðum uppskriftum síðasta mánuðinn.
Hér er ein þeirra sem til varð rétt um miðnætti hjá góðum vinum eitt kvöldið í Kamloops þegar við komum heim af hverfispöbbnum.
Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
- Smjör
- Hvítlaukur
- Rauðlaukur
- Gul paprika
- Tómatsósa
- Sykur
- Salt og pipar
Þegar hrísgrjónin eru soðin og kæld mótið þau svona eins og Nigiri-sushi. Setjið svo rækjuna (skelflétta) ofan á grjónin og smá rauðlauk og papriku til hliðar á diskinn.
Þessi réttur var búin til úr því hráefni sem til var. Grjónin höfðum við soðið kvöldið áður og var þetta því bara spontant samsetning og uppskriftin til á staðnum...
Hrísgrjón:
Ég hef áður bloggað um þessa uppskrift af kókóshrísgrjónum og þau fóru rosa vel með rækjunum.
- 1 1/2 bolli hrísgrjón
- 2 bollar (eða ein dós) kókósmjólk
- 1 bolli vatn
- Smá salt
Hitið kókósmjólk og vatn, bætið við hrísgrjónum og salti og fáið upp suðu. Látið malla í 10 mínútur eða svo. Setjið svo á lægsta hita og mallið þar til grjónin eru komin á sama level og vökvinn. Flöffið grjónin með gafli, setjið lok á pottinn og mallið þar til allur vökvi er horfinn.
Svo er líka gott að mauka smá ferskt ginger eða skera smátt og setja í pottinn.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 22.1.2009 kl. 23:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.