8.1.2009 | 19:42
Kleinuhringir úr pizzadeigi
Sá þetta á Food Network áðan og fannst þetta doldið cool.
Taktu pizzadeig (heimatilbúið eða keypt tilbúið út í búð). Rúlla það út, u.þ.b 2 cm þykkt. Takið hringlótt mót og skerið út hringi, takið svo minna mót og skerið út innri hringinn svo þetta lítur út eins og kleinuhringur. Djúpsteikið í ca 45 sek á hvorri hlið. Svo má dýfa þeim í súkkulaði og hnetur, eða sykur osfv.
Afgangurinn af deiginu sem kemur úr innri hringnum er svo mótaður í kúlur og djúpsteiktur líka. Setjið svo kúlurnar í bréfpoka með flórsykri, hristið og ta-ta, þið eruð komin með ítalskan eftirrétt.
Sx
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
hahaha. Snilld!
Soffía Gísladóttir, 8.1.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.