Fallegasta samloka í heimi

 Og ég er ekki að grínast.  Og hér kemur loksins uppskriftin.

En sagan er þessi, svona í stuttu máli:  Bjuggum um tíma í Kaupmannahöfn.  Kærastinn bauð mér út á fínasta og dýrasta stað bæjarins, svona fyrst að áhugamálið er matur og vín.  Reikningurinn fyrir okkur tvö hljóðaði upp á 60.000 kr.  (Miðað við gengið í dag örugglega nær 100.000 :P ) 

Svo kom að því að kærastinn átti afmæli og ég sagði að við gætum farið hvert sem hann vildi.  Hann vildi fara á Salon og fá samlokuna. Eins og áður kom fram í þessu bloggi...

"Salon, kaffihús á Skt Peders Stræde. Þeir eru með bestu og fallegustu samlokurnar í bænum. Ég mæli með samloku sem nefnist King. Eldhúsið er á við fataskáp og maturinn frá þessu eflaust minnsta eldhúsi bæjarins er mjög góður. Stólar og borð eru fengin héðan og þaðan, og eru ansi sjúskuð, en þetta er mjög kósí. Staðurinn er mest sóttur af fólki á aldrinum 20-30 ára."

 

Ég skráði eins vel og ég gat innihald samlokunnar og hér kemur hún.

Fallegasta samloka í heimi

  • Ógeðslega gott brauð, eða uppáhalds brauðið þitt eða t.d Ciabatta eða súrdeigsbrauð.
  • Avacado
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Epli, mjög þunnt skorið
  • Stökkt beikon
  • Gott salat, eitthvað svona uppáhalds, blandað.
  • Iceberg salat 
  • Hunangs-hvítlauks mareneraður kjúklingur, skorin nett
  • Rauðlaukur
  • Sólblómafræ
  • Gulrætur, skornar svona þunnt með grænmetisskera

 

Dressingin

  • Sýrður rjómi og/eða mæjó
  • Karry de lux krydd
  • Maple síróp
  • Salt og pipar 

Olían

  • Góð ólífuolía.  En ég myndi jafnvel nota Avacado olíuna sem fæst t.d í Hagkaup
  • Hvítlauksrif
  • Oregano
  • Salt og pipar

Skerið tómatana í fallega teninga og leyfið þeim að marinerast í smá af olíunni.

Svo er eiginlega uppsetningin á samlokunni aðalatriðið.  Er með mynd hér til að sýna hvernig á að bera hana fram.  Mjög mikilvægt að nota Iceberg salat sem svona skál og setja svo brauðið hálft ofan í.  

Berið olíuna á báðar hliðar brauðsins og setjið í panini grill í smá stund, eða á heita pönnu.

Svo er bara að raða öllu draslinu eins smekklega og þið getið.  Leyfið listamanninum í ykkur að  koma fram og njóta sín.

 

IMG 7056

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband