Humar Heaven

Fékk dýrindis humar í jólagjöf.  Snilldar gjöf.  Þannig að í hádeginu á jóladag eldaði ég hann með rjómasósu og geymdi svo að sjálfsögðu allar skeljarnar og gerði svaka góða humarsúpu á annan í jólum.

Þar sem ég átti ekki von á að fá humar þá var ég ekkert búin að spekúlera í uppskriftum eða kaupa hráefni sérstaklega inn.  En þar sem þetta er um jól þá var svo sem til hellingur af allskonar góðu hráefni svo að ég bara imprúvæseraði úr því sem til var.

Humar á jóladag

  • Humarhalar
  • Rjómaostur
  • Hvítlaukur
  • shallot laukur
  • Hvítlaukur
  • Rjómi
  • Hvítvín
  • Smjör
  • Salt og pipar

Mallið í smjörinu mjög smátt skornum shallot lauk og  hvítlauk.  Bætið út í slatta af rjómaost,alveg 4-5 msk. Setjið góða skvettu af rjóma.   Og að lokum smá skvettu af hvítvíni.  Sjóðið smá svo þetta þykkist aðeins.  Ef þið viljið hafa þetta þykkara þá bara meira af rjómaosti og minna af hinu.

Svo klippti ég með skærum skelina á humrinum. Semsagt rauða partinn ofan á humri, ekki undir humrinum og raðaði honum á eldfast mót með skelina upp.   Opnaði aðeins skelina með puttunum og setti ca 2 msk af sósunni á hvern humar.  Inn í vel heitan ofn á grill í ca 5 mínútur eða svo.  Passið að ofelda ekki humarinn.

Svo bar ég þetta fram með afganginum af sósunni og olíu-hvítlauks panini grilluðu baguette.

 

Humarsúpa á annan í jólum

Sósan frá því deginum áður ásamt humarskeljunum var góður grunnur að humarsúpu.

  • Humarhalaskeljar
  • Humar
  • Hvítlaukur
  • Shallot laukur
  • Paprika, rauð
  • Karry de lux  krydd
  • Tomatpaste
  • Cumin
  • Rjómi
  • Hvítvín

Ég lét malla í potti í góðri klípu af smjöri lauk, hvítlauk, papriku  (allt gróft skorið þar sem ég sigta þetta frá) og humarskeljar.  Svo set ég ca 1 og 1/2 til 2 lítra af vatni og læt sjóða í ca 2 klst.

Svo sigta ég soðið. Set það í pott og sýð með rjóma, hvítvíni, smá tómat paste og karry de lux.  Ég set bara eina og eina teskeið og smakka til þar til ég er sátt.  Sama með salt og pipar.  Svo setti ég 1/2 tsk af cumin.

Það var pínkupons afgangur af sósu frá deginum áður og ég lét það flakka með.

Ég geymdi nokkra humarhala sem ég var búin að skelflétta og setti þá á pönnu með smá smjöri og hvítlauk í u.þ.b mínútu og svo út í súpuna rétt áður en hún var borin fram.

Svo þeytti ég rjóma og setti slettu af honum ofan í hvern súpudisk áður en ég bar hana fram.

 IMG 8247


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband