Uppgjör

Síðasti dagur ársins á ansi mögnuðu ári.  30 mismunandi rúm (nei, ég er ekki að selja mig) 14 lönd og grunnur að góðu húsi.

Bjuggum fyrstu 6 mánuði ársins í Kaupmannahöfn.  (Minni ykkur á að ég bloggaði hér fyrr á árinu um alla veitingastaði og bari sem ég fór á í Köben ef þið eruð á leiðinni þangað)

Svo komum við heim í júní og steyptum grunn fyrir hús sem við keyptum og bíður okkar í tveim rándýrum gámum.

Í lok júlí fórum við í brúðkaup aldarinnar, snilldar brúðkaup sem var haldið í Sun Peaks, B.C, Kanada. Eyddum um mánuði í Kanada, með stórskemmtilegri viðkomu í Seattle.

Í September fluttum við svo til Madrid, sem er snilldar borg og ég 100% mæli með henni, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman að mat og drykk.  Ferðuðumst mikið, drukkum góð vín, borðuðum yfir okkur af tapas og nutum lífsins.

Stoppuðum í Köben á leið heim til að fá okkur uppáhalds samloku kærastans á Salon.  Sú samloka klikkaði ekki, og við gengum svo langt að fara þangað tvisvar :P  Mun blogga sérstaklega um hana fljótlega.

Eyddum jólum á Íslandi í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum.  Brunuðum svo til Kanada þan 27.des.  24 klst ferðaleg og svo þess virði þar sem Kamloops er einn af mínum uppáhalds stöðum í heimi.  Eigum góða vini hér, snilldar vinahópur.  Þar á meðal 2 aðrir íslendingar sem bjuggu hér fyrir nokkru, en klikkuðu á að koma með okkur hingað yfir áramótin :) Við skálum fyrir ykkur!

Einnig heimsóttum við m.a Grikkland, Tyrkland,  Búlgaríu, Úkraínu, Rúmeníu, Kýpur, Ísrael og Egyptaland á árinu.

Hér sit ég svo á síðasta degi ársins á hóteli í Kamloops með laptop og rauðvín upp í rúmi, food network channel í sjónvarpinu og rifja upp þetta snilldar ár. 

Áramótunum eyðum við með góðum vinum hér í Kamloops. Þemað er Redneck New Years Eve.  Þannig að maður mætir í hettupeysu og setur upp derhúfuna... en ég ætla að sleppa budveisernum.  Í dag verður bara drukkið gæðavín frá Okanagan.

Við höldum upp á áramótin 8 klst á eftir ykkur á Íslandi.  Klukkan er 11.30 núna og komin tími á hádegismat hjá mér á meðan flest ykkar eru eflaust að ljúka við að borða hátíðarmatinn.  

Verði ykkur að góðu, takk fyrir góðar stundir á árinu.  Gleðilegt ár til ykkar allra!  

Sxx

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband