17.12.2008 | 10:56
Besta rjúpu uppskriftin?
Það er stjanað í kringum rassgatið á mér og svo ég fái ekki hamborgarahrygg 24. og 25.des (hamborgarahryggur 24 hjá tengdó, og 25. hjá foreldrum) þá var mér gefin rjúpa sem mun ég matreiða fyrir mig á meðan hinir borða svínið.
Ég er algjör nýgræðingur í rjúpu eldun svo að nú er bara spurning hvað sé besta rjúpu uppskriftin.
Ég er svona aðeins byrjuð að googla. Eina er að ég er ekki mikið fyrir gráðost en það virðist vera mjög vinsælt í rjúpu uppskriftum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ Soffía,,, gaman væri að heyra hvernig þér gekk með rjúpuna,,
Daði Hrafnkelsson, 30.12.2008 kl. 23:05
Já, það gekk bara rosa vel. Hún smakkaðist alveg dásamlega. Við tókum bara hefðbunda leið á þetta. Ekki ósvipað því sem þú gerðir. Steikt fyrst og svo soðin í 45 mín.
Soffía Gísladóttir, 6.1.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.