Saltfiskur

Ég ætlaði að gefa ykkur uppskriftina af saltfiskinum, sniðugt að hafa saltfisk á Þorláksmessu fyrir þá sem ekki borða skötu.

 

Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu

  • Saltfiskur, nokkur stykki (ca 2 flök)
  • Hveiti
  • 1 dl. ólífuolía
  • 1/2 eggaldin
  • 1/2 súkkíní
  • 1 dós tómatar, stewed
  • Smá hvítlauksrif
  • Basil, ferskt
  • Steinselja, fersk
  • Sérrí edik
  • Hlynsýróp
  • 1 dl gott hvítvín
  • Salt og pipar

 

Veltið fiski upp úr hveiti og steikið ca 2 mín á hvorri hlið á pönnu eða þar til hann er eldaður.  Leggið til hliðar

Steikið upp úr olíu eggaldin, súkkíní sem er skorið í fremur smáa teninga og hvítlauk.  Bætið við tómötum og kryddi, svo sérrí ediki (sem ég reyndar sleppi því ég á það aldrei) hvítvíni (aldrei nota vont hvítvín í matargerð).  Látið malla.

Setjið svo allt í eldfast mót og salfisksstykkin ofan á og berið fram með t.d litlum smjörsteiktum kartöflum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband