ADIOS MADRID

Síðasti dagurinn í Madrid.  Búið að vera skemmtilegur tími.  Get 100% mælt með Madrid, ein af mínum uppáhalds borgum.  Sit núna við tölvuna og er að velta því fyrir mér hvernig mig langar að eyða síðasta deginum.  Er svo kvefuð, en búin að dæla í mig asperin og C vítavíni (ok, ætla ekki að laga þessa prentvillu...vítavíni!!  freaudískt slip?)

Það minnir mig á rosa gott vín frá Okanagan í British Colombia, Kanada sem hét Freudian Sip frá  Therapy Vineyards.

Nema hvað síðasti dagurinn hér.  Ætli ég fari ekki á Reina Sofia listasafnið.  Svo er spurning með hvað maður fær sér að borða í lunch og svo í kvöld.  Það er svo mikið af stöðum hér að það er ómögulegt að hugsa um eitthvað sem maður á eftir að prófa því það er óteljandi, og samt hefur maður farið á óteljandi staði síðan við komum hingað.

Indverski stendur uppúr, án þess endilega að vera besti inverski staðurinn í Madrid þá var hann alltaf góður og fín þjónusta.

Svo er lítill bar með svaka góðum djúpsteiktum saltfisk, svona í tapas útgáfu.

Svo er slatti að dýrum og fínum mishelin stöðum, nema bara þegar krónan hefur verið svona erfið þá hef ég ekki tímt því, finnst nóg að vera að borga 60 evrur á pizza stað og sinnuma það með 170.

Svo er eitt sem ég endaði aldrei á að prófa og það er lítill heill grís, rétturinn heitir Cochinillo Asado. (Roast Suckling Pig).  

Það er bara af svo mörgu að taka að ég fæ valkvíða við að reyna að ákveða hvað mig langar að borða í kvöld.  

Svo verðum við eina nótt í Köben á morgun og þar eru nú nokkrir staðir sem mig langar að kíkja á, nr.1 er Salon, samlokustaðurinn góði sem ég bloggaði um hér einu sinni.

Jæja, þetta er nú bara röfli færsla sem engin nennir að lesa nema kannski tengdó.   Ætli maður fái sér ekki eitt hvítvínsglas af góðu Blume og skelli sér svo á listasafnið.

Sxx

 

 

 

 lorgrono03

 La Rioja rokkar alveg eins og rauðlaukur

 

ps. Munið bara að drekka hóflega :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband