Rioja, part ll

Við eyddum seinni nóttinni í Haro.  Við komum við í Laguardia en ákváðum svo að halda áfram aðeins lengra og fórum til Haro.  Doldið furðulegur bær, einhver vetrarstemmning í fólki, enda var ógeðslega kalt. 

 

IMG 9441

Culinary highlight:  Pimiento picante.  Sterk paprika.  Hún er sæt eins og paprika og sterk eins og chile.  Fullkomið! Ég er fegin að hafa farið til Haro, hefði ekki viljað missa af því að smakka þessa papriku.

Cultural highlight:  Eins og í svo mörgum borgum þá var Haro draugabær þegar við komum.  Engin á ferli og rennihurðir fyrir öllum stöðum en svo um kvöldmat lifnaði yfir bænum.  Allir tapas barir og veitingastaðir opnuðu og götur og staðir fylltust af fólki.  Við fórum á tapasbara rölt, og það virðast flestir gera.  Þar sem þetta er lítill bær þá var maður farin að þekkja fólk, og hitta sama fólkið á mörgum börum.

 IMG 9489

Það voru fuglar í milljónatali þegar við vorum að keyra um Rioja, stoppuðum og tókum myndir. Einn skeit á kærastann fallegum vínberjakúk.

Fleiri myndir frá þessu Hitchcock atriði á FLICKR

 

Á heimleiðinni komum við við í Burgos og fengum okkur burger.  Þar var "tapas og vín"  hátíð á börum borgarinnar. Burgos minnir svolítið á Salamanca. Örugglega skemmtileg borg í hlýrra veðri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Burgos er mjög skemmtileg borg. Var þar í viku fyrir 5 árum á námskeiði og skemmti mér hið besta með 10 öðrum spænskukennurum  Geggjað flottar mannlífsmyndirnar hérna í færslunni fyrir neðan, algjör snilld!

Anna Pála (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Takk fyrir það elsku Anna Pála, en ekki jafn skemmtileg og Salamanca?  :- O

Soffía Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband