Kjúklingasúpa


Shit hvað ég var að gera góða kjúklingasúpu.  Notaðist við það sem ég átti með grunn að því að í ísskápnum var afgangur af hráum kjúkling á beini.  (Var búin að tæta af honum bringur og læri.) Setti það sem eftir var af honum eins og hann lagði sig með beinum,  skinni og öllu draslinu í pott ásamt smá salti og piparkornum og sauð í góðan 1 og 1/2 tíma.  Fleytti reglulega af.

 

 

 Kjúklingasúpa með núðlum

Þessi uppskrift er um það bil miðað við 4.  en algjört slump er alveg að virka í þessari uppskrift. Bara skúbídúbí á þetta.

  • Rest af soðnum kjúkling á beini.
  • 1 1/2 L Kjúklingasoð eða svo
  • Paprika
  • Laukur
  • Chile
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Salt
  • Piparkorn
  • Thaí sweet and sour sósa
  • Matarolía
  • 1/2 L vatn
  • 1/2 grænmetiskraftur 

 

Tók kjúkling upp úr og geymdi soðið í pottinum.  Takið fram annan pott.  Setjið olíu, papriku og lauk og mallið. 

Bætið við chile, hvítlauk og fersku smátt skornu engifer. Áður en hvítlaukur byrjar að brúnast bætið þá við kjúklingasoðinu. Þið viljið kannski sigta það áður.  Ég á ekki sigti þannig að ég hellti bara slatta út í nema það sem sat í botninum á pottinum.  Ætli ég hafi ekki notað um 1 og 1/2 líter af soðinu. (Ef þið notið ekki allt soðið þá er bara frysta restina)


Nú set ég um það bil hálfan líter af vatni og hálfan grænmetistening í pottinn.  Látið suðu koma upp.  Bætið við núðlum, ég notaði svona flatar hrísgrjónanúðlur sem var rosalega gott.  En hvaða núðlur sem eru í uppáhaldi virka.

Tætið það sem eftir er á beinunum af kjúklingi og bætið ofan í pottinn.

Að lokum setti ég um 2 msk af Thai sweet and sour sósu og smá salt.

Ef þið eigið vorlauk, gulrætur eða sveppi þá er það eflaust gott að bæta því við með lauknum og paprikunni.  Ég átti reyndar sveppi, en lét þó þetta bara duga.  

 

Gott í kulda og kvefi...

 

IMG 3032


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband