18.11.2008 | 13:24
Inside your head
"Ræktaði" samloku í nokkrar vikur sem varð frá því að vera svakalega falleg og girnileg í það að vera undarleg mygluhrúga. Ég tók myndir af ferlinu með því að hafa myndavél á þrífæti á sama stað allt ferlið og smellti af nokkrum sinnum á dag. Frekar krefjandi verkefni en útkoman var mjög skemmtileg og ég varð margs fróðari um myglu.
Til að mynda var lyktin ógeð þar til á síðasta stigi ferlis þá var komin einhverskonar mygluhattur yfir lokuna þannig að lyktin hvarf.
Þessi samloka er ögn girnilegri en Fransbrauð með púðursykri, færslan hér á undan, finnst ykkur það ekki?
Tilgangurinn með þessu var svo myndband við lagið Inside your head með Eberg
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.