17.11.2008 | 16:35
Matur er manns gaman
Ótrúlegt hvað matur er stór hluti af lífi mínu. Það snýst allt um að éta og drekka hjá mér og sérstaklega þegar ég er á ferðalögum. Og nú þegar sígur á seinni hluta dvalar minnar hér í Madrid þá er ég búin að kortleggja alla staði sem ég ætla á aftur til að borða og drekka, og svo hina sem ég á eftir að heimsækja.
Planið er svo að taka nokkra daga í frí og keyra um og þá verður það að sjálfsögðu Rioja héraðið sem verður fyrir valinu :)
Ég fór í helgarferð til Avíla um helgina og það var meiriháttar gaman, ég á án efa skemmtilegasta kærasta (og ferðafélaga) í heimi. Það eiginlega alveg "gleymdist" að borða per se í þessari ferð þar sem maður fær alltaf svo gott og ókeypis tapas með vínum á flestum börunum.
Eitt sem stóð upp úr, ekki endilega það besta en frumlegasta var eggja tapas. Ég er ekki alveg með uppskrift áhreinu, það þarf bara að prófa sig áfram.
Eggjatapas
Harðsjóðið egg og skerið niður með eggjaskera. Takið eggjasneiðar sem eru stæstar og með rauðunni og veltið upp úr majónesi og því næst brauðraspi eða því sem notað er til að djúpsteikja crocquetas. Djúpsteikið.
Ég er eiginlega nokkuð viss að það var mæjó á þessu, hef aldrei djúpsteikt mæjónes, geðveikt hollt.... djúpsteikt mæjónes (°l°)
Fyndnasta var að við ákváðum að fara á einn stað enn í lok kvöldsins til að fá okkur "el ultimo" það er að segja síðasta drykk kvöldsins. Barþjónninn spyr hvað við viljum og þar sem við vorum ekki alveg búin að ákveða okkur segir kærastinn hugsandi "el ultimo" . Kemur þá ekki barþjónninn með rauðvín sem heitir Ultimo. Það var bara alltof fyndið þannig að sjálfsögðu fengum við okkur það.
Fínasta vín...minnir mig :P
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 2.2.2009 kl. 12:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.