Þegar kemur að indverskum mat...

...þá er ég seld.

Fór inn í pakistanska búð hérna og keypti fullt af skemmtilegum kryddum og  Tikka paste og dal baunir og fleira.

Svo vissi ég ekki hvað af þessu öllu ég átti að elda þegar ég kom heim þannig að ég eldaði allt.  Og madre mía var þetta gott! Já!

 

Ég er ein af þeim sem freistast til að kaupa tikka masala í krukkum.  Sumar alveg ágætar.  En núna þá impruvæseraði ég og ætla að skrifa það hér áður en ég gleymi þessu.

 

Tikka Masala.

 

  • Tikka Paste
  • Kjúklingur, heill!
  • Jógúrt
  • 1 dós tómatar (heilir eða í bitum..)
  • Laukur
  • Græn Morocco paprika (er eiginlega bara eins og græn paprika á bragðið)
  • Hvítlaukur
  • Ferskt engifer

 

Trikkið við þennan rétt sem gerði hann góðan ..heeeld ég... var að ég sauð kjúklinginn í bitum með öllum beinum og það er svo rosa góður kraftur sem kemur þá.  Er svo vön að nota bara bringur að ég var búin að gleyma því.  Og held reyndar að þetta sé sérlega góður kjúklingur.  Keypti hann heilan í kjúklingaborðinu (já það er sér kjúklingaborð í búðinni hér) og lét hana chop-a hann niður fyrir mig, og taka bringurnar frá.  Þannig að ég notaði allt nema bringur í þennan rétt.

Þvínæst setti ég í skál jógúrt og nokkrar msk af tikka paste, (Pataks) smá hvítlauk og smá saxað fínt engifer, salt og pipar.  Svo velti ég kjúklingabitum upp úr þessu.

Sko, best væri að marinera hráan kjúkling upp úr þessu í svolítinn tíma segja þeir, nema ég sauð kjúkling áður því ég vissi ekki hvað ég var að fara að gera við hann, og fékk líka rosa gott soð.   Þannig að bæði virkar, ef þið eigið soðinn kjúkling þá er það alveg jafn gott.

Setti olíu í pott og hvítlauk, papriku, lauk og engifer og létt steikti.  Þvínæst kjúklinginn í 2 mín eða svo.  Svo setti ég  tómata í dós (ég setti reyndar ekki tómatana í dós, heldur setti ég "tómata í dós" í pottinn (vá hvað ég er fyndin) og lét malla, ég reyndar lét malla í meir en klst því á meðan ég fór að gera næstu rétti og kjúklingurinn varð svo meir og góður. 

 

Nennti ekki að taka mynd af matnum, en hér er ein góð.  Mynd af kærastanum, þeir sem þekkja hann vita hvar hann er...

 

madrid14


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband