11.11.2008 | 11:33
Tvö tonn af osti...
Duttum ...eins og alltaf... inn á skemmtilegan tapas bar. Skelltum okkur á ansi girnilega samloku samkvæmt myndinni sem við sáum af henni. Fengum okkur hálfa saman. SEM BETUR FER! Þetta var fjall! Og gjörsamlega minnisstæðasta samloka fyrr og síðar!
Osturinn var þokkaleg snilld og skinkan afbragð. Já þetta var semsagt brauð með skinku og osti, "grilled cheese" eins og kanarnir myndu segja.
Osturinn sem var notaðir heitir því skemmtilega nafni Tetilla og skinkan Lacón.
Ef myndirnar tala ekki sínu máli þá þarf ég að fara aftur og panta aðra til að taka fleiri myndir :P
Það er mjög gott svona spari um helgar að fá sér gott brauð, smyrja með smjöri og setja slatta af feitum osti sem bráðnar vel og góða skinku á milli. Bræða smjör á þokkalega heitir pönnu, en samt ekki svo að smjörið brenni og steikja samlokuna á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður. Hér þarf slatta mikið af smjöri og bæta við meira smjöri þegar samlokunni er snúið við.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.