Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat

Fórum til Toledo í helgarferð.  Rosa skemmtilegur bær og milljón tapas barir. 

toleod1

Þetta var stórkostleg ferð.  Byrjaði á því að við löbbuðum úr lestinni á hostelið.  Fengum okkur einn drykk á staðnum í götunni áður, og vorum ánægð með að hafa svona authentic ódýran bar í sömu götu.  Svo höldum við áfram til að komast að því að það er ekkert hostel skv þessari adressu. 

Löbbum enn lengra og finnum annað hostel, spyrjum þar hvort þeir viti um "okkar" hostel.  Þá hafði því verið lokað fyrir nokkrum árum.

 Mér tókst að taka niður rangt nafn og heimilisfang! Og það á hosteli sem er ekki til...

Kærastinn minn mundi nokkurn vegin símanúmerið, þar sem hann hafði hringt og pantað nokkrum tímum fyrr. Og við vildum gjarnan finna þetta hostel því við höfðum hringt í nokkur og öll alveg 30 -100 evrum dýrara en það sem við fundum!  (bara 20 evrur nóttin fyrir 2)

Á götukortinu okkar voru nokkur hostel og hótel, og viti menn þar kannaðist hann við símanúmerið.  Við hringjum og María gamla staðfesti pöntun okkar.  

Götukortið okkar kostaði 2 evrur, ég ætlaði ekki að tíma að kaupa það (don´t ask me why því svo kaupi ég rauðvíns glas á 3 evrur, en það er nú þó alvöru fjárfesting...) en kærastinn sagði að við kæmust ekki langt án þess.  Hefði ég ekki keypt kortið hefðum við ekki fundið hostelið.  Þá hefði ég tvöfalt klúðrað þessu!!

 

toledo5

Þannig að með viðkomu á nokkrum börum gengum við bæinn á enda og fundum hostelið okkar.  Maria gamla tók á móti okkur.  Herbergið var krúttlegt.  Rúmið límt saman með rafmagsteipi, en það er bara karakter. Algjörlega 20 evru virði!

toledo4

Þetta var svo ævintýraferð frá a-ö.

 

Meðal annars þegar bargestur komst að því að við værum íslensk þá var sungið fyrir okkur á spænsku með undirleik harmonikku um fall íslensku krónunnar.  Gaman að því.

 

toledo3

 

Einn minnisstæður tapasréttur var  Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat borið fram með baguette. Aldrei hefur mér dottið í hug að blanda saman þremur tegundum af salati.

 

Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat

  • Nokkrar soðnar kartöflur í bitum
  • Majones
  • Gulrætur og grænar baunir úr dós.
  • Grænn aspas
  • túnfiskur úr dós
  • Egg
  • smá laukur, fínt skorinn
  • Kannski smá paprika fyrst við erum að þessu á annað borð
  • Salt og pipar
Hrært saman, smakkað til með salti og pipar.

Centre of the Universe 2007 er komið á flickr, hægt að sjá það hér
Ég er nokkuð viss um að þið þekkið einhverja, enda fullt af andlitum af íslendingum úr öllum áttum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband