5.11.2008 | 19:23
Nautahakks fetish
Ég held að Tagliatelle Bolognese með minni homemade Bolognese sósu sé eitt af því besta sem ég fæ. Reyndar er ég húkkt á nautahakki, því lasagna og svo pizza með nautahakki er eitthvað sem ég þrái af og til. Ég er með einhvern nautahakks fetish.
Það sem er gott við þetta Bolognese er að ég nota nýsteikt og ilmandi beikon, nóg af smjöri og hvítvín. Svo er þetta svo gott að maður étur alltaf yfir sig. Ef þú ert í megrun þá viltu þetta ekki.
Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
- Almenninlegt nautahakk
- Tómatar í dós
- Laukur (hvítur eða shalott laukur líka góður)
- Steikt krönsí beikon, mulið niður
- Sveppir
- Hvítvínsslurkur
- Hálf rauð paprika, súper dúper fínt skorin, ca hálf cm teninga
- Tómat púrre, ein lítil dós,eða ca 3 msk.
- Smá chile pipar, fer eftir hvað hann er sterkur, smakkið ykkur bara til (1-2 tsk kannski af fínskornum meðal sterkum)
- Basil, oregano, salt og pipar.
- Smjör, smjör, SMJÖÖÖR, íslenskt smjör
- Tagliatelli
- Parmagiano Reggiano
Steikið hakk, lauk, papriku og sveppi upp úr smjöri, bætið við hvítlauk og chile. Restinni blandað við, upp með suðu. Kryddað og látið malla. Um að gera að leyfa þessu að malla vel og lengi á lágum hita.
Borið fram með Tagliatelli og Parmagiano Reggiano. Ef maður er í stuði þá má alltaf skera niður ferskan mossarella með.
Til að gera þetta almenninlegt svo maður algjörlega spryngi þá er um að gera að bera fram með þessu gott baguette.
Svo eru margir sem setja í þetta sellerí eða gulrætur og fleira grænmeti, en ég er ekki að flækja þetta, bara leyfi nautahakks-beikons sveppa kombóinu að njóta sín, með smá touch af papriku, en NB, mjög fínt skorinni! :P
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Pabbi þinn prófaði þennan handa okkur - afar ljúffengur
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:58
Takk fyrir það Bjarni. Og gaman að heyra að rétturinn smakkaðist vel :)
Soffía Gísladóttir, 17.11.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.