Vonbrigði gærdagsins...

 Hélt ég hefði dottið í lukkupottinn í gær þegar ég sá í veitingahúsaupptalningu í blaði einu að hér er Rossopommodoro.  Þannig að ég fór að google-a en fann ekkert þar.  Þannig að það hvarflaði að mér að þessi staður væri þá kannski ekki til.  En ég er svo ofurbjartsýn að ég hélt af stað i lestarferð að götunni þar sem staðurinn átti að vera.

Shit hvað ég var búin að sjá fyrir mér mossarella di buffola í forrétt og pizzu aaalveg eins og ég fékk á sama stað í Napólí.

Nema hvað, engin Rossopommodoro, bara einhver mexíkóskur keðjustaður.  Fyrst vorum komin alla þessa leið þá ákváðum við að borða þarna, enda glor.  Altílagi staður, nema þegar maður er með ofur væntingar  og langar bara í pizzu þá bara virkar ekki að fara að borða eitthvað annað.

En Rossopommodoro á Íslandi er samt ekki sambærilegur þessum í Napólí. En hef ekki farið á þann stað í mörg ár og veit ekkert hvernig hann er í dag.   Bestu pizzurnar á Íslandi finnst mér vera á Horninu og Ítalíu.

Bruchetta (Basic uppskrift)

  • Gott snittubrauð
  • Tómatar
  • Ólífuolía
  • Fersk basil
  • salt 
  • pipar
  • Ferskur mossarella

 

Tómatar skornir fínt, basil skorin fínt .  Sett í skál með smá ólífuolíu, salti og pipar.

Baguette skorið í sneiðar og skellt á því smá ólífuolíu og salti og sett í ofn í smá stund til að fá það smá krönsí.

Brauðið tekið út og  þá er tómatmaukið sett ofan á það, 2 tsk eða svo á hvert brauð.  Mossarella skorin í sneiðar og sett ofan á tómatmaukið.  Smá salt og pipar stráð ofan á og sett í ofn þar til osturinn bráðnar smá.

Þetta er alltaf klassík!  Svartur pipar og mossarella er rosa gott saman!

 

madrid18

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg sammála með Hornið og Ítalíu, en svo eru þær auðvitað laaaanngbestar á Eldsmiðjunni sem er því miður ekki nágranni minn lengur. Hef einu sinni farið á Rossopomodoro hér heima og fékk lélega þjónustu en ágætis mat, en hef bara heyrt e-ar vondar sögur af honum. Veit ekki hvort hann er ennþá til?

Anna Pála (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband