Pulsa

Ekki af því að ég haldi að þið hafið brjálaðan áhuga á að vita það en þá þá langar mig samt að segja ykkur að pulsurnar í hádeginu voru... 

....tadatadammmmm, bara alveg hreint stórfínar.  Ég sauð þær lengi og brauðið sem ég hafði keypt var mjúkt og gott, alveg stúúútfullt af rotarvarnarefnum, svona brauð sem maður hefur gaman af að pota í.

 

Kartöflumós (Þetta rétt dugar fyrir tvo ef kartöflurnar eru í minni kantinum)

  • 8 Kartöflur, soðnar og skrællaðar
  • 2-3 msk smjör
  • Hálft rif hvítlaukur
  • 3 msk Parmagiano reggiano
  • Smá mjólk
  • Salt og ferskur svartur pipar

Fínt síðan að steikja pulsu afgangana og bera fram með þessu, til dæææmis... annars fer bara svo margt vel með mósi. Finnst ykkur það ekki?

 

flying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spurning, hangikjöt með kartöflustöppu, bjúgu og kartöflustappa, kjötbollur með kartöflustöppu, gúllas með kartöflustöppu, mmmmmm, ég get endalaust talið upp eitthvað með kartöflustöppu.  Þegar þú kemur heim þá skulum við halda veislu, allskonar með kartöflustöppu.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband