Hunangssmjör

Ég stóð lengi og horfði á úrvalið, reyndi að lykta í gegnum þykkar og vel einangraðar plastumbúðirnar.  Liturinn á þeim er á engan hátt sambærilegur ss pulsunum heima.  En svo fór ég að syngja:

I wish I were an Oscar Mayer Weiner
That is what I truly wish to be
cause if i were a oscar mayer weiner
everyone would be in love with me

þannig að ég endaði á að kaupa Oskar Mayer Weiner.  Ég læt ykkur svo vita hvernig fer, þetta verður eflaust hádegismaturinn minn.

En hér er upplagður forréttur þegar boðið er í mexíkóska veislu.  Smjörið er ógeðslega gott með heitu ný"bökuðu" Sopapillas.  Ég hef aldrei búið til Sopapillas en það er fullt af uppskriftum á netinu

Hunangssmjör

  • Íslenskt smjör, við stofuhita
  • Hunang
  • Salt

Setjið smjörið, salt og hunang í blender og mixið vel saman.  Spurning með hlutföll, eina vitið er að setja það magn af smjöri sem þið viljið og bæta svo við hunangi og salti og smakka til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband