21.10.2008 | 08:13
Hunangssmjör
Ég stóð lengi og horfði á úrvalið, reyndi að lykta í gegnum þykkar og vel einangraðar plastumbúðirnar. Liturinn á þeim er á engan hátt sambærilegur ss pulsunum heima. En svo fór ég að syngja:
I wish I were an Oscar Mayer Weiner
That is what I truly wish to be
cause if i were a oscar mayer weiner
everyone would be in love with me
þannig að ég endaði á að kaupa Oskar Mayer Weiner. Ég læt ykkur svo vita hvernig fer, þetta verður eflaust hádegismaturinn minn.
En hér er upplagður forréttur þegar boðið er í mexíkóska veislu. Smjörið er ógeðslega gott með heitu ný"bökuðu" Sopapillas. Ég hef aldrei búið til Sopapillas en það er fullt af uppskriftum á netinu
Hunangssmjör
- Íslenskt smjör, við stofuhita
- Hunang
- Salt
Setjið smjörið, salt og hunang í blender og mixið vel saman. Spurning með hlutföll, eina vitið er að setja það magn af smjöri sem þið viljið og bæta svo við hunangi og salti og smakka til.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.