Bæjarins bestu

Afhverju langar manni alltaf í eina með öllu þegar maður er í útlöndum?  Það er svo oft annað bragð af mat erlendis, eins og til dæmis hamborgarar.  Af hverju eru spánskir hamborgara gerðir úr kjötfarsi??

Mig langar að kaupa puslupakka hérna, en veit að ég verð bara fyrir vonbrigðum því þær eiga ekki eftir að smakkast eins og SS.

Svo eru það eðlilegir hlutir eins og Heinz bakaðar baunir, finn þær hvergi og bara ekki bakaðar baunir yfir höfuð.  

 

Súper góð snitta

 

  • Nýtt og gott baguette skorið í sneiðar
  • Svartar steinalausar ólífur
  • Hvítlaukur
  • Góð ólífuolía
  • Smurostur
  • Salt
  • Dill

 

Maukið í blender ólífur, smá olíu, hvítlauk og salt þannig að úr verði pestó.  (ólífupestó má imprúvæsera, setja t.d smá parmaost  í...)

Smyrjið baguettsneiðarnar með smurosti, ofan á það fer svo ólífu pestóið og stráið pínku dilli ofan á.

 

olifusnitta

Nammi gott, Sxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband