15.10.2008 | 12:16
Papadams og Vindaloo
Ég ELSKA indverskan mat, og er frekar ófrumleg þegar ég fer út að borða á indverskum, fæ mér eiginlega alltaf Tikka Malsala eða Tandoori. Sérstakega nota ég tækifærið og fæ mér Tandoori ef ég fer á staði sem eru með alvöru tandoori ofni. Naan brauð eru líka í sérstaklegu uppáhaldi, jafnast ekkert á við að fá alvöru naan úr tandoori ofninum. (Naan er fyrir mig eins og pizza, alltaf að leita að hinni fullkomnu pizzu og naan)
Er búin að ætla í indverskan síðan ég kom hingað enda úr nógu að taka, heil gata bara með indverskum stöðum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með staðinn í gær. Ég sagði þjóninum að ég væri mikið fyrir tikka og tandoori en langaði í eitthvað sterkt. Hann mælti með Vindaloo og verð ég að segja að það var snilld. Og algjör snilld að geta setið úti í góðu veðri klukkan 21.0.
Á meðan beðið var eftir matnum var boðið up á papadams. Það var borið fram með mangó sósu, raita og laukblöndu.
Papadams forréttur
- Mangó
- Salt
- 1 Laukur
- 1/4 rauð paprika
- 1 grænn chili
- 2 bollar Ab mjólk
- 1/2 rauðlaukur
- Tæp hálf agúrka
- 1 tsk Garam masala
- Salt
Öllu blandað saman í skál og sett í kæli í ca 30 mín.
- Papadams
Svo er Papadams eldað eftir leiðbeiningum á pakka. (Yfirleitt stungið í örbylgju í einhverjar sekóntur). Með því er svo borið fram í þrem skálum, laukurinn, mangósósan og raita.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.