Papadams og Vindaloo

Ég ELSKA indverskan mat, og er frekar ófrumleg þegar ég fer út að borða á indverskum, fæ mér eiginlega alltaf Tikka Malsala eða Tandoori.  Sérstakega nota ég tækifærið og fæ mér Tandoori ef ég fer á staði sem eru með alvöru tandoori ofni.  Naan brauð eru líka í sérstaklegu uppáhaldi, jafnast ekkert á við að fá alvöru naan úr tandoori ofninum.  (Naan er fyrir mig eins og  pizza, alltaf að leita að hinni fullkomnu pizzu og naan)

Er búin að ætla í indverskan síðan ég kom hingað enda úr nógu að taka, heil gata bara með indverskum stöðum.  Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með staðinn í gær.  Ég sagði þjóninum að ég væri mikið fyrir tikka og tandoori en langaði í eitthvað sterkt.  Hann mælti með Vindaloo og verð ég að segja að það var snilld.  Og algjör snilld að geta setið úti í góðu veðri klukkan 21.0.

Á meðan beðið var eftir matnum var boðið up á papadams.  Það var borið fram með mangó sósu, raita og laukblöndu.

 

Papadams forréttur

  • Mangó
  • Salt
Mangó skorinn gróft og settur í blender þar til að hann er orðinn að sósu.  Saltað eftir smekk.  Passa að mangóinn sé sætur, ef hann er ekki nógu sætur þá má setja smá sykur út í.  Ég á aðeins eftir að þróa þessa sósu, spurning hvort gott sé að setja pínku pons af ferskum appelsínusafa út í, hef ekki prófað enn...

  • 1 Laukur
  • 1/4 rauð paprika
  • 1 grænn chili
Allt skorið alveg ör ör örmsmátt, 2 mm eða svo, blandað saman í skál og sett í kæli í svona 30 mín.

  • 2 bollar Ab mjólk
  • 1/2 rauðlaukur
  • Tæp hálf agúrka
  • 1 tsk Garam masala
  • Salt

Öllu blandað saman í skál og sett í kæli í ca 30 mín.

 

  • Papadams

Svo er Papadams eldað eftir leiðbeiningum á pakka. (Yfirleitt stungið í örbylgju í einhverjar sekóntur).  Með því er svo borið fram í þrem skálum, laukurinn, mangósósan og raita.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband