10.10.2008 | 08:48
SAGARDI & KRABBASALAT
Fyrir þá sem eiga leið um Spán þá get vel mælt með Tapas bar sem heitir Sagardi. Krabbasalatið þeirra er rosalega gott og sangrían þeirra kælir vel á heitum degi og vermir á köldum.
Krabbasalat
- 2 bollar krabbakjöt eða surimi ef þið komist ekki í krabbakjöt, hakkað
- 1 bolli sellerí skorið fínt
- 1/4 bolli rauð paprika, skorin extra fínt
- 1 msk sítrónusafi
- 3-4 msk majones
- Salt og pipar
- 3 soðin egg, bara hvítan
- Baguette
Öllu blandað saman í skál, nema eggjum og baguette. Góður slatti af krabbasalati sett á hverja sneið af nýju og góðu baguette. Eggjahvítan er rifin í kurl með rifjárni og dreift ofan á krabbasalatið.
Hér er mynd sem er dæmi um framreiðslu.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.