Má setja borðtuskur í uppþvottavél?

Ég veit ekkert um uppþvottavélar en er með eina slíka þar sem ég bý núna.  Eftir viku reynslu þá virðist þetta vera ágætis tæki.  

Málið er, það kemur alltaf "borðtuskulykt" af borðtuskunum og því fínt að henda þeim í þvott eftir daginn.  Maður nennir ekki að setja í gang þvottavél fyrir eina skitna borðtusku.

Spurningin er því, má setja borðtuskur í uppþvottavélar? (Ég er ekki að gera ráð fyrir að hún vindi, ég get alveg gert það sjálf...)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu fjárans borðtuskuna í klór í eldhúsvaskinum!

Mmmm (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:43

2 identicon

Eftir því sem ég hef heyrt getur þú bæði sett borðtuskuna og uppþvottaburstann í uppþvottavélina. En klór í eldhúsvaskinum er gamalt og gott ráð.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég skelli þeim reyndar í skítugan þvott og helst suðu í þvottavélina, en það er bara fróðlegt að sjá að þessi möguleiki skuli vera til staðar, svona fyrst það eru næstum 2 ár af mínum 35 búskaparárum síðan við fengum okkur uppþvottavél.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2008 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband