24.10.2008 | 11:50
Hið FULLkomna eldhús
Þar sem ég bý í íbúð með húsgögnum og "fullbúnu" eldhúsi þá þarf maður að aðlaga sig að hlutunum.
Fullbúna eldhúsið samanstendur af 2 göflum og hnífum, tvær skeiðar, skurðabretti, 2 pottar, 4 diskar, 2 skálar og fjögur glös og ein trésleif og uppþvottavél og tappatogari sem ég kom með frá Íslandi. Hvað meira þarf maður?
Ýmislegt hægt að gera við örbylgjuofn annað en að poppa :)
Tengdó er reyndar snillingur í að elda í örbylgjuofni, og hér er eitt gott ráð sem ég lærði hjá henni þegar maður þarf að "sjóða" kartöflur á no time.
Kartaflan í örbylgjuofninum
- 1 kartafla
- 1 blað af blautum eldhúspappír
- álpappír
Stingið göt á kartöfluna. Vefjið blauta eldhúspappírnum utan um kartöfluna og setjið í örbylgjuofn á HIGH í 3 mínótur, takið eldhúspappírinn af kartöflunni og vefjið henni inn í álpappír og geymið hana þannig í ca 5 mínútur.
Þá er hún tilbúin, þetta er hægt að gera við eins margar kartöflur og þarf. Ef þið setjið fleiri kartöflur í ofninn í einu þá hækkar eldunartíminn, t.d 5 ekki svo stórar kartöflur eru ca 8 mín.
P.S Og passa sig að setja ekki álpappír í örbylgjuofn :)
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.