9.10.2008 | 10:32
Matur klukkan sjö.
Vil minna á viðtalið sem var tekið við mig og má lesa hér. Mjög skemmtilegt og þar uppljóstra ég þremur atriðiðum sem þið vitið ekki um mig.
En talandi um mat, hér í Madríd fara allir út að éta um 22.00, stemmari sem maður þarf að aðlagast því ég er oftar en ekki tilbúin til að fara að sofa um þetta leyti. Vildi að ég nennti að fara á fætur fyrr þó því ég fæ oftar en ekki minn 10-11 tíma svefn....aaallt of mikið!
Hefðin að borða kl 19.00 heldur sér þó þegar við eldum eitthvað hér heima.
Fékk á Tapas bar Patatas Bravas með skemmtilegu tvisti.
Fancy Patatas Bravas
- Patatas Bravas (skv. uppskrift hér á síðunni)
- Spicy ítölsk eða spænsk pulsa
Skerið pulsuna niður í munnbita, steikið þá á pönnu og dreyfið þeim með kartöflunum og setjið svo Patatas Bravas sósu yfir.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.