Alvöru markaðir

Væri ekki gaman ef það væri stórt vöruhús, til dæmis Kolaportið, stútfullt af básum sem selja ferskt grænmeti, FERSKAN FISK, kjöt, osta og bara góðan ferskan mat yfir höfuð, og með nokkrum börum inn á milli þar sem hægt væri að fá sér einn og smá tapas með?

madrid06

 

 madrid05

  Patatas Bravas, klassískur tapas réttur á börunum hér

 

PATATAS BRAVAS

  • 4 stórar kartöflur
  • Ólífuolía
  • Hálfur laukur
  • 2 rif hvítlaukur
  • Hálfur bolli tómatsósa
  • Hálfur bolli majónes
  • Paprikuduft
  • Hálf msk Tabasko sósa

Skerið kartöflur niður í teninga, og sjóðið, hellið vatni frá.

Saxið niður og steikið lauk og hvítlauk, þar til laukurinn er orðinn mjúkur.  Bætið við paprikudufti, og tabaskósósu.  Hrærið saman.  Setjið allt í skál og bætið við tómatsósu og majónesi, saltið og piprið eftir smekk.

Takið soðnu kartöfluteningana og steikið á pönnu.  Einnig er hægt að sleppa að sjóða þá og djúpsteikja, og ef þið viljið hollustu þá má setja á þá salt, pipar og olíu og elda í ofni.

Deyfið svo patatas bravas sósunni yfir kartöflurnar og berið fram með skál af tannstönglum.

 

Til eru ýmsar útfærslur af sósunni, og ég mæli með að googla og fara síðan eftir þeirri uppskrift sem ykkur lýst best á, eða mixa þeim saman og gera ykkar eigin útfærslu.

Þessi réttur smakkast einstaklega vel með Sangríu eða Tinto de Verano.



Aftur að markaðnum, fór á einn slíkan markað um helgina.  Ætlaði nú að versla í kvöldmatinn, en við enduðum á svo fínum tapas bar (svona bás) og fengum fínt að éta og ódýrt að drekka.  Svo var bara að loka þegar við loksins ætluðum að standa upp.  Enda lokar flest kl 15.00 á laugardögum, og opnar ekki aftur þann daginn. 

 

 

 

 En við vorum í góðu stuði og fórum bara út að rölta, og alla leið niður í bæ, tveggja tíma ganga.  En nóg af tapasbörum á leiðinni sem sá til þess að við dóum ekki úr hungri eða þorsta á leiðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband