1.10.2008 | 10:10
Fylltar spínatpönnukökur
Eitt það besta á veisluborðum er aspas í skinku, á pinna. Flestir kunna nú þessa uppskrift en ég læt hana fljóta svona til að minna mig og aðra á hana.
Skinkurúlla
- Grænn aspas í dós
- Skinka í sneiðum (góð skinka, ekki ofurvatnsþynnt brauðskinka)
- Rjómaostur
Smyrjið smurosti á skinkusneiðar, leggið aspas svo á og rúllið upp, stingið tannstöngli í gegnum rúlluna.
Fann í Gestgjafanum eitt sinn mjög góða uppskrift að spínatpönnukökum. Algjör veislumatur. Get alveg 100 % mælt með þessari uppskrift.
Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
- 250 g spínat , fryst
- 3 egg
- 150 ml mjólk
- 1 msk olía
- 100 g hveiti
- salt á hnífsoddi
- 1 dós sýrður rjómi (18%)
- 100 g skinka , söxuð smátt
- 1 paprika , rauð, fræhreinsuð og söxuð smátt
- pipar , nýmalaður
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.