Madrid, veitingastaðir, barir og kaffihús.

Hér mun ég halda saman einni færslu með stöðum sem ég fer á hér í Madrid. 

 

Ég fór á stað sem heitir Gino's (Caleruega).  Þetta er ítalian keðja, miljón Gino´s staðir hér í Madrid.  Þessi hér í hverfinu okkar er bara með þokkalega kósí andrúmsloft, fékk mér Margaríta pizzu sem var ekkert sú besta í heimi, en þegar ég fór að líta í kringum mig þá leit pastað ágætlega út.  Gæti alveg hugsað mér að borða þarna aftur, en þá fengi ég mér eitthvað annað en pizzu.

(Update, fór aftur og þá fékk ég mér bbq kjúklinga pizzu sem var bara fín.)

 

Kíktum á Museo del Jamón.  Þetta er tapasstaður, veitingastaður og skinku og ostabúð.  Þessi staður er með útibú víðar um borgina.  Fengum okkur Salamanca hráskinku sem var mjög góð. 

Þeir eru með tvö rauðvín hússins, Valdepenas (1.10 evrur) og Rioja (1.70 evrur). Glösin eru mjög lítil. Riojað var aðeins betra.  Sangrian þeirra er mjög góð.

 jamon

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mynd frá Museo del Jamón

 

Svo er ég búin að fara á 50 aðra staði...bæti þeim við svona smám saman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband