1.10.2008 | 12:05
Verðsamanburður
Það er ýmislegt ódýrt hérna í Madrid og annað bara ekki svo ódýrt, og miðað við gengið á evrunni þá er ekkert stórkostlegt verðlagið hér. Það er af sem áður var.
Keypti:
Maldon salt 5.95 (900 kall, HALLÓ!)
750 ml ólífuolía, extra virgin 1.73 (260 kall, góð olía og gott verð!)
Baguette, nýbakað 1.00 (150 kall)
12 egg 1.69 ( 256 kall)
Tagliatelli frá Barilla 2.05 (300 kall)
Hvað kostar t.d Maldon salt heima?
Fór ein út að borða í hádeginu, fékk margaríta pizzu, eitt sódavatn og eitt rauðvínsglas. Með smá þjórfé var þetta 14 ( 2100 kall)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega dýrt að versla á Spáni eins og reyndar á Íslandi og annars staðar í Evrópu.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:18
Já, heldur betur. Var að heyra að í Netto er Maldon saltið á 390 k.
Soffía (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 07:49
Var að koma úr Nóatúni, þar kostar pakkinn af maldon salti 465 krónur.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.