Klíptu mig, einhver!

Var að koma úr minni fyrstu verslunarferð í matvöruverslun.  Ég hef ekkert sérlega gaman að því að versla, nema að það sé  matur eða vín!  Og það er alltaf svo gaman að versla í matinn í útlöndum.  Nammi namm!

Það sem kallinn fær í kvöld þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni er:

  • Manchego ostur með hunangi
  • Baguette með ólífuolíu, balsamik og salti
  • Grænar ólífur
  • Tinto de verano

Þetta ætti að vera ágætur forréttur áður en við kíkjum út.

 

GOTT RÁÐ:

Ef þið erum með rauðvín sem er ekkert sérlega gott, eða opin flaska frá deginum áður og orðin hálf oxuð, þá er um að gera að breyta henni í Tinto de verano eða Sangríu.


  • Rauðvín
  • Sódavatn eða Swepps Lime (eða Fanta Lemon)
  • Sítróna, skorin í báta
  • Appelsína, skorin í báta
  • Klaki

 

Flóknara þarf það nú ekki að vera, öllu mixað saman í könnu (og ekki þarf að taka utan af sítrónunni eða appelsínunni).  Smakkið til, ætli ein flaska af rauðvíni á móti hálfum líter af sóda sé ekki passlegt.  Fer bara eftir stuði og stemmningu.....

Salut!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband