Grænmetissúpa, BARA HOLL!

Vinkona mín fékk hjá mér súpu og var svo húrrandi ánægð með hana.  Hún bað mig um uppskrift og hér kemur hún.

 

food01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Húrrandi holl grænmetissúpa

  • Tómatar í dós, ein dós (hakkaðir)
  • 1/4 dós pizzasósu frá Hunts
  • 5 gulrætur
  • Hálfur kúrbítur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 shallott laukar
  • 1-2 rif hvítlaukur
  • Hálfur poki ferskt spínat
  • Salt, pipar, oregano og basilíka
  • Grænmetiskraftur og 1 L vatn

 

Létt steikið upp úr olíu gulrætur, kúrbít, lauk, papriku og hvítlauk. 

Bætið við tómötum og pizzasósunni. (Átti ekki tomatpúrre og notaði því pizzasósu)

Kryddið með salt, pipar, þurrkuðu oregano og basil.

Svo kemur vatn og grænmetiskraftur og látið malla í 20 mín eða svo. 

Bætið við kjúklingabaunum og mallið í 5 mín í viðbót. 

Rétt áður en súpan er borin fram bætið þá við spínatinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband