Hot mama

Ég skrifaði um chile olíu sem er svo gott að hafa með kebab um daginn.  Hér kemur aðeins öðruvísi útfærsla sem er snilld með Taí núðlum, og þá meina ég ALGJÖR snilld.

 

Papriku og chile sósa

  • 1 Rauður chile
  • 2 rauðar paprikur
  • Matarolía eða ólífuolía
  • Salt 

Paprika, chile og olía sett í eldfast mót og inn í ofn í ca hálftíma á 180°.  Taka svo híðið af paprikunum og setja í matvinnsluvél eða blender, ásamt olíunni og eitthvað af chile-inum, setjið bara smá í einu af chile og smakkið til svo að þetta verði ekki of sterkt. Maukið í smooth sósu og  berið fram með taí núðlum. SUUUPER gott því paprikurnar verða sætar og góðar á móti sterka bragði chile-sins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En skemmileg matarblogg hjá þér Soffía! knús og kveðjur, Anna Pála bloggáhugakona, nýja facebookvinkonan og gamla kunningjavinkonan 

Anna Pála (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Blessuð multi-vinkona!  Og kærar þakkir!

Soffía Gísladóttir, 23.9.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband