20.9.2008 | 10:48
Foodwaves uppskrift
Hér eru önnur uppskrift sem varð til á Foodwaves helginni.
Lambið sem fór til Arabíu (Fyrir 2)
- 1 Lambalund
- Arabískt kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
- Kartöflumós
- Hálfur avacado
- sýrður rjómi
- Vorlaukur
- Smjörsteikt paprika sveppir og spínat
Lambalundin krydduð með arabíska kjúklingakryddinu, þrædd upp á grillspjót í bitum og elduð á grillpönnu, passa að elda kjötið ekki of mikið.
3 soðnar kartöflur maukaðar frekar gróft með smjöri og mjólk og salti. Avakadóinn skorinn í grófa bita og varlega gaflaður í kartöflumósið, hafa hann doldið chunky.
Paprika, sveppir og spínat steikt á pönnu upp úr smjöri. (skerið sveppina og paprikuna í mjög litla tening. Saltið og piprað.
Setjið smá slettu af sýrðum rjóma ofan á kartöflumaukið þegar það er borið fram ásamt smá vorlauk.
Góða helgi,
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.