Hádegismaturinn

Þetta eldaði ég mér í hádeginu.

Crêpes

  • 1 pakki Vilkó pönnukökuduft. 
  • Soðin hrísgrjón
  • 1 rauð paprika
  • Púrrulaukur
  • Skinka, skorin á ræmur eða teninga
  • Ostur
  • Sinnepssósa
  • Oregano
  • Basil
  • Paprikuduft

Pönnukökur bakaðar.  Hrísgrjón soðin, skinka, paprika og púrra skorið niður, svona frekar fínt.  Ostur skorinn í sneiðar.

Ég byrja yfirleitt á að baka úr öllu pönnukökudeiginu, og baka aðeins minna aðra hliðina en venjulega.  Svo tek ég eina bakaða pönnuköku, legg hana á pönnuna með hliðina sem er minna bökuð niður. 

Set ostinn fyrst, svo skinku og sinnepssósu yfir alla kökuna og loks hrísgrjón, papriku og púrru. Kryddað með oregano og basil, og kannski smá salti.

Þá loka ég henni til helminga, og hita hana á báðum helmingum í smá stund. Sett á disk og smá paprikudufti stráð ofan á.

Sinnepssósa

  • smá majónes og slatti sýrður rjómi
  • Sætt sinnep
  • Dijon sinnep
  • Fljótandi hunang
  • Salt 

Slumpa á þetta þar til að ég er sátt við bragðið.  ( Svo má bæta við hálfu  hvítlauksrifi)

Hér er svo uppskrift af Crêpes sem ég nota oft.

  • 1 bolli hveiti
  • 2 egg
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1/2 bolli vatn
  • 1/4 teskeið salt
  • 2 matskeiðar bráðið smjör

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband