15.9.2008 | 16:42
LAHMACUN
Lahmacun, er eitt af mínu uppáhaldi! GEÐSJÚKT gott!
- Pizzadeig:
- 350 g hveiti
- 1 tsk salt
- 2 msk ger
- 250 ml volgt vatn
- 2 msk ólífuolía
(eða hvaða pizzadeig sem er...)
Mikilvægt er að rúlla deigið út mjög þunnt!
Hitið ofninn á hæsta.
- 600 g lambahakk
- 1 laukur
- Hálf rauð paprika, hálf græn
- 1 hvítlauksrif
- Smá fersk steinselja
- Smá rauður chile ( fer eftir hvað hann er sterkur)
- 2 tsk salt og slatti svartur pipar
Saxið lauk og paprikur gróft og setjið í matvinnsluvél, þar til það er vel hakkað, en samt ekki orðið að mauki. Sigtið burt vökva, blandið við lambahakkið ásamt hvítlauk, saxaðri steinselju, chile pipar og kryddi. Mixið saman með höndum þar til þetta er orðið að hálfgerðu mauki.
Skiptið blöndunni í 12 jafna portsjónir.Skiptið pizzadeiginu í 12 skammta, og fletjið þunnt út, setjið
lambahakksblönduna á deigið og passið að hún nái vel út í alla kanta. Bakið í 8 -10 mín í mjög heitum ofni.
Oft er þetta borið fram með extra saxaðri steinselju og sítrónusafi kreistur yfir, svo er þessu rúllað upp og borðað.
Það er líka hægt að nota nautahakk í stað lambahakks. Einnig er gott að setja smá mintu með kjötblöndunni. Hakkið má líka steikja á pönnu áður en það fer á pizzadeigið og inn í ofninn, ef ykkur líst ekkert á hrátt hakkið.
Svo er um að gera að þróa sig áfram, sumir setja saxaða tómata, og jafnvel smá tómat paste út í hakkið, og svo má setja ristaðar furuhnetur, og ýmis krydd, s.s cummin, cinnamon eða allspice.
Mér finnst líka gott að fínsaxa rauðlauk (RAUÐLAUKUR ROKKAR) og dreifa ofan á.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.