19.9.2008 | 12:02
FOODWAVES
Eina Airwaves helgina þá bjuggum ég og kærastinn minn til nokkuð sem við köllum Foodwaves.
Nema hvað, við fórum í búðina á föstudegi eftir vinnu, og keyptum hitt og þetta, án þess að pæla mikið í hvað við keyptum, bara allskonar spennandi hráefni. Svo skiptumst við á að elda, en hver réttur átti bara að vera í formi smáréttar. Við keyptum svo mikinn mat að úr varð að við skiptumst á að elda frá föstudegi - sunnudags. Nóg til að mat og víni, þannig að við fórum ekkert út alla helgina.
Foodwaves conseptið er semsagt: Allir koma með eitthvað girnilegt hráefni, og setja allt í púkk, svo skiptist fólk á að elda eitthvað, (munið að hafa skammtana smáa, og elda fleiri rétti ) og það mega allir nota hvaða hráefni sem er, þannig að þegar kemur að þér þá er hugsanlega búið að elda úr því sem þú keyptir, ekkert hægt að liggja á neinu. Svo er bara skipts á að elda þar til allir eru orðnir saddir.
Presentation er mikilvæg, og svo er gefin einkunn, í formi m-a. Mest hægt að gefa 5 m (mmmmm).
Einnig verður að gefa hverjum rétti skemmtilegt nafn.
Ég mæli með að skrifa niður réttina, og jafnvel uppskriftina ef eitthvað er það gott.
Verkamannaútgáfan af Foodwaves er svo að elda má bara úr því sem er til á heimilinu :)
Þetta er mjög skemmtilegt, og fullt af nýjum hugmyndum sem kvikna. Hér kemur ein uppskrift sem við elduðum á fyrsta Foodwaves-inu okkar.
Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk, fyrir 4)
- Mango Curry Hot Spot sósa
- 1 Kjúlingabringa
- 20 stk litlir hörpudiskar
Kjúklingurinn skorin í litla bita, á stærð við hörpudiskinn og hörpudiskar marineraðir upp úr Hot Spot sósunni. (bara í 5 mín ef ekki er tími í meira, annars helst amk 2 klst).
Svo er þetta eldað á grillpönnu eða venjulegri, passa að elda hörpudiskinn ekki of mikið.
Þetta er borið fram með soðnu spínati og avacado mauki.
Avacado mauk
- 1 avacado
- Salt
- Kóríander
- Smá Lime
Allt maukað saman með gafli, gott að hafa avacadóinn svolítið chunky. Soðið spínat bætt við og sett í skál. Kjúklingabitar og Hörpudiskur lagt ofan á.
Borið fram með súrdeigsbrauði sem er skorið í þunnar sneiðar, borið á það avacado olía, og grillað í panini grilli.
Með þessu var drukkið La Joya Reserve, 2005, Merlot, Chile
Myndin að neðan er rétturinn eins og ég bar hann fram.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Athugasemdir
Við þurfum að halda foodwaves við tækifæri Soffía.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.