Rrrrr

Ég "sleikti frelsisbjölluna" um daginn, þ.e labbaði upp í Hvalfjörð með einni sem ég þekki, lögðum af stað frá Vesturbænum kl 10 um morgun, og vorum komnar rétt fyrir miðnætti.  Mæli þó með þessu í Júní, þegar það er bjart alla nóttina, því það var orðið allt of dimmt í restina, og engir almennilegir göngustígar.  En talandi um Hvalfjörð....


Nú er kominn mánuður með r-i, og því óhætt að fara út að tína kræklinga. Þar sem ég er að byggja í Hvalfirðinum þá fer ég alltaf þangað að tína.  (Myndin hér fyrir neðan er tekin í Hvalfirðinum)

hvalfhordurinn copy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er góð síða til að sjá hvenær er flóð og fjara.
http://easytide.com

 

Hér eru tvær snilldar kræklingauppskriftir.  Og alveg must að vera með gott brauð með, sérstaklega rjóma-sinnepsuppskriftinni.

 

Sinneps kræklingur

  • 1/2 L rjómi
  • 2-3 dl  gott hvítvín
  • 1 shallott laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 100- 150 g smjör
  • 3-4 msk Dijon sinnep, eða eftir smekk.

 

Shallottlaukur og hvítlaukur létt steikt á pönnu í smjörinu ásamt kræklingi. Hvítvíni, rjóma, smjöri og sinnepi bætt við.  Saltað og piprað eftir smekk.

 

Taí  kræklingur

  • Ein dós kókósmjólk
  • Nokkrar msk rautt eða grænt  karrý paste (eftir smekk)
  • 1 Rauður Chile
  • Hvítlaukur(2-3 rif)
  • 1 Rauð paprika
  • 1 Rauðlaukur
  • Hálft Zukkini
  • Engifer
  • Kóríander
  • Salt og pipar
  • Íslenskt smjör

 

Paprika, rauðlaukur og zukkini skorið fremur smátt,steikt á pönnu upp úr smjöri ásamt fínt skornum rauðum chile, hvítlauk, engifer og krækling.  Því næst karrý paste og kókósmjólkin.  Að lokum salt og pipar og ferskt kóríander.

 

Munið svo að borða ekki þann krækling sem ekki opnast við suðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband