Gúffað


Ég er í snilldar matarklúbb sem kallast guf. (Með litlu g og lesist GÚFF) Fjórir
meðlimir, algjört gourmet pakk.  Við hittumst í gærkvöldi þar sem
okkur var boðið upp á fylltar kjúklingabringur og humar, borið
fram m.a með klettasalatspestókartöflusalati. 

Sú uppskrift var í Fréttablaðinu í gær, og er fáránlega góð.


Hér kemur hún:

 

  • 400 g soðnar og stappaðar kartöflur
  • 100 g möndluhakk
  • 100 g graskersfræ
  • 1 poki klettasalat
  • 1 hnefi basilíkum
  • 2 dl græn ólífuolía
  • hvítlaukur, salt og pipar.

Allt nema kartöflur í matvinnsluvél og svo kartöflum hrært við.

 



Humarinn var steiktur upp úr hvítlaukssmjöri, í skeljunum, svo
var humar fjarlægður og smá rjóma bætt við á pönnuna svo úr varð
mjööög góða sósa! 

Síðar um kvöldið var svo drukkin verkamannaútgáfa af Paralyzer
við misgóðar undirtektir, Vodka og kókómjólk.
10


Takk fyrir okkur !
Sx

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis fyrir brilliant kvöld. Verð því miður að hryggja þig með að kókómjólkurdrykkurinn var ekki hápunktur kvöldins :-)hihi

Magga guf (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:23

2 identicon

Takk sömuleiðis fyrir schnilldar kveld.

 Þessi Paralyzer stóð undir nafni, amk. í mínu tilfelli.

Frikki guf (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband