Humar og Avacado - match made in heaven

Þessi er bara snilld!   (Uppskrift miðað við 4)

Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
2 Avacado
Hvítlaukur, kannski 2 rif
1 rauðlaukur
Hálfur Chile (fer eftir styrkleika...)
1 rauð paprika
Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk

Paprika, chile, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri.  Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.

Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita.  Blandið við humar og grænmetið í skál.  Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofaní og berið fram.

tips.
Farið varlega í hvítlaukinn, til að leyfa öðrum brögðum að njóta sín
Ekki nota harða avacado, þeir eru óþroskaðir og ekki bragðgóðir.
Passið að ofsteikja ekki humar eða rækjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð!

Flott blogg hjá þér :) Var búinn að steingleyma að þú værir að blogga matarhugmyndir þínar og það sem þú hefur smakkað...

Núna ætla ég að fara að elda eitthvað að þessu sem er hérna! :)

Kveðja frá DK 

Árni

Árni Már (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Takk Árni, vona að það sem ég hef skrifað um alla staðina í DK komi að gagni.

S

Soffía Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband