Cristiana

 kristjania

 

Hef farið nokkrum sinnum í Kristjaníu á árinu, sem er frábær staður í góðu veðri, fátt meira nice en að sitja við vatnið og kæla sig niður með einum öl.
Það er meira í Stínu heldur en bara ræflar og dílerar. Mannlífið er jú skrautlegt, og flest allir mjög vinalegir.  Arkitektúrinn er alveg frábær, og göngutúr í kringum vatnið er möst (margir sem ganga ekki lengra en að gömlu pusher street, og vita ekki um þessa náttúruperlu sem er á bak við barinn.  Myndin hér til vinstri er tekin við vatnið.)

Ég meir að segja eyddi aðfangadagskvöldi í Kristjaníu í kringum 2001.  Þangað var boðið fátækum, heimilislausum, einmanna fólki, íbúum Stínu og  öllum öðrum sem vildu. Þar var boðið upp á naut, svín, lamb,grænmetisrétti og meðlæti, en vín varð maður að kaupa sjálfur. Svo voru Olsen bræður sjálfir að skemmta fyrir matinn.  Ógleymanleg stemmning.

Galleríið þarna er skemmtilegt, og þá skemmtilegast að labba upp til að komast þar inn, en það er með sama inngang og tónleikastaðurinn Loppen, og veggirnir ansi útkrotaði, mjög töff.  Fyrir ofan Loppen er veitingastaður sem heitir Spiseloppen, og hef ég heyrt góðar sögur um þann stað, ég hef ekki borðað þar, en ég kíkti inn og leist mjög vel á staðinn, mjög snyrtilegur, ekki láta aðkomuna að staðnum fæla ykkur frá.

Ég fékk mér að borða á grænmetisstað, sem ég man ekki hvað heitir, (bara einn grænmetisstaður þarna..) maturinn var alveg súper góður.  Ég fékk hann í take away og settist niður við vatnið góða með flösku af víni sem ég keypti hjá kaupmanninum á horninu, mjög nice.

Á sunnudögum er live Jazz á jazzbarnum, og open mic, ég notaði því tækifærið og blúsaði með húsbandinu.  Kósí staður, og fínt að fá sér rauðvín og scwepps lime og búa sér til Tinto de verano.

Alltaf notalegt að kíkja til Kristjaníu á sólríkum sumardegi, munið bara að það er ekki leyfilegt að taka myndir inn í miðbænum, en við vatnið er engin að skipta sér að því.

Skál!!
Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband