Istegade

Var á horninu á Istegade í nokkrar vikur og kynntist því hverfinu ágætlega og eignaðist margar góðar vinkonur frá Austur Evrópu.  Hverfið er ekkert sérlega aðlaðandi að kvöldi til frá járnbrautastöðinni og að Gasværkvej.  En eftir það er alveg blómstrandi og skemmtilegt mannlíf, fullt af veitingastöðum, börum og kaffihúsum.  Þeir staðir sem ég hef fjallað um sem eru í grendinni eru t.d SPUNK, Sticks and sushi, Gulregn (á vesterbrogade) og svo er ekki langt í Flöskutorgið.

Det gule hus er nice kaffihúsastaður.  Bang og jensen er mjög vinsæll.  Malbeck er töff vínbar.

Borðaði eitt sinn á Senorita, svona tex mex staður, ekkert sérstakur, og ekki gott húsvínið. 

Það er fullt af góðum kebab stöðum á Istegade!

Þannig að... fínt að fara að fá sér að borða á Sticks and sushi, eða á Lele na hang á Vesterbrogade, fá sér gott rauðvín á Malbeck og kíkja á kaffihús við Istegade, enda kvöldið svo á Flasketorvet ef fólk er í stuði...

 

kv, Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband