AFTER EIGHT..

Ég er ekki mikið í late night bar menningu, og fór aldrei á neina skemmtistaði. En það kom þó fyrir nokkrum sinnum að maður brá fyrir sig betri fætinum. 

 Í grennd við okkur, í hliðargötu útfrá Köbmagergade er staður sem heitir Bobi, og ég kíkti nokkrum sinnum þangað, en aðallega á daginn.  Þetta er lítill staður, og mjög flottur, innréttingar  óbreyttar síðan 1936.  Það má reyndar reykja á þessum stað. Um helgar er mikið af fólki.

Einn af okkar uppáhalds var Din Nye Ven, cool staður, og oft ferlega skemmtileg bönd að spila.

Í kjallara á Kultorvet er Hvide Lam.  (Fyrir neðan veitingastað sem heitir MR og er víst svaka flottur).  Það er geggjuð Dixie tónlist á Hvide Lam á hverju kvöldi, mjög skemmtileg stemmning.

Mojo, einn frægasti Blues staður Evrópu.  Ég gerðist svo fræg að spila þarna um daginn á munnhörpu. Kærastinn minn spilaði með mér á gítar, það var mega stuð.
Þessi staður er alltaf með live music, og oft alveg ferlega skemmtilegur blues í gangi.

Irish rover er á strikinu, fór einu sinni þangað, hafði hitt tónlistarmann kvöldið áður á Mojo, sem heyrði mig spila þar, og bað mig um að kíkja daginn eftir á Irish Rover og taka með sér eitt lag, sem ég og gerði.  Á sumrin eru borð úti, og það er nice að sitja þarna og horfa á fólkið

Guldregn.  Staður sem er opinn langt fram á nótt, staðsettur á Vesterbrogade.  Á móti hurðinni inn á staðinn er hurð inn á Dry Cleaning sjoppu, og þar er fatahengi og gaur sem tekur af þér og passar upp á yfirhafnir, maður verður víst að fara úr úlpunni ef maður ætlar að fá að fara inn á Guldregn.

Í síðustu viku datt ég inn á stað sem heitir SPUNK, hef oft labbað fram hjá enn aldrei farið inn, staðurinn er á Istegade, á horninu þar sem flestar hórur halda sig, og því tengdi ég staðinn við eitthvað subbulegt, og sérstaklega út af nafninu, hélt að þetta væri strippbúlla eða eitthvað, en svo var þetta var svaka nice bar.

Hef tekið eftur að Dalle Valle er með svaka stemmningu um helgar, svona Sólon stemmning eða eitthvað.

Ég reyki reyndar ekki, en það er helling af stöðum í CPH sem má reykja á.  SKV lögum má það ef staðurinn er undir 40 fm og er ekki með mat, þannig að flestar Bodegas eru reykbúllur.

Í hliðargötu einhversstaðar frá Bobi er staður sem heitir Moose og er voða vinsæll.

Vinkona mín mundi eftir stað þar sem sandur var á gólfum, sem hún hafði farið á fyrir10 árum og í nostalgíu kasti langaði henni aftur, þannig að við kíktum með henni. Staðurinn er í kjallara fyrir neðan veitingarstað sem heitir Pasta Basta og er bak við kirkjuna á strikinu á móti H&M.  Þar var enn sandur á gólfum og ágætis stemmning, fínt að fá sér einn sex on the beach þarna.

Í stuttu máli þá var ég að fíla Bobi, Hvide Lam, Mojo (af því að ég er blús sökkari) og Din Nye Ven.  Hinir eru alveg fínir, fer bara eftir stemmningu :)

Það er líka mjög gaman að labba Strædet, sem er gatan sem liggur samsíða strikinu, semsagt, frá Amager Torv og í átt að Ráðhústorginu.  Þar er late night kaffihúsa stemmning.

Ég mæli líka með að rúlla upp Istegade, þar er fullt af stöðum sem hægt er að detta inn á.

Svo er það Flöskutorgið, sem er í kjötbænum, þar er m.a Karriere sem er opin lengi og svo Joline,( í eigu íslendinga) en ég hef reyndar aldrei farið á Joline.

Þetta eru svona staðir sem ég man eftir í augnablikinu. Ég nenni ekki að fara inn á aok og finna linkinn, en ef þið viljið fá að vita meir um staðinn þá um að gera að fara í leitina á aok og slá inn nöfnin á stöðunum.

Kv, Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband