HAMBORGARAR

Fátt betra en góður borgari í hádeginu um helgar :P
Flest öll kaffihúsin í Kaupmannahöfn eru með borgara en þeir eru misgóðir, hakkið oft nærri því að vera kjötfars, og brauðin samlokubrauð, ágætis brauð yfirleitt, og perfect í samlokur,  en ef ég fæ mér hamborgara þá vil ég hamborgarabrauð með sesamfræum :)

Besti borgarinn sem ég hef fengið var á Hereford í Tívolíinu.  Ég var ein að væflast eitt hádegið, og orðin glor, þannig að án þess að flækja málið fór ég á Herford. Medium rare, og sósan og grænmetis sullið svakalega gott. 

Næstbestu borgararnir eru á stað sem heitir Halifax. Get alveg stórlega mælt með þeim stað.

Ég varð fyrir vonbrigðum með borgarann á Jensens böfhus.  Það var svona farsfílingur.

Hamborgarinn á Zirup var fínn.

Ég fór á Karriere um daginn, það var steikjandi hiti, og við vorum að væflast ásamt vini okkar sem hafði aldrei farið inn á Flöskutorgið, þannig að okkur langaði að sýna honum það.  Við vorum eiginlega á leiðinni á Hereford í borgara þar, en svo sáum við gaur að grilla borgara fyrir utan Karriere, þannig að við ákváðum að prófa eitthvað nýtt.  Það var lítið varið í borgarann, hann var bara svona ágætur.  En alltaf gaman að prófa nýja staði.

Kv, Soffía

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband