Skál fyrir kokkinum

Nú er ég búin að búa hér í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma.  Það er búið að vera mikill gestagangur og því hef ég farið ansi oft út að borða og út í drykki.  Ég ætla því að deila með ykkur þekkingu minni á veitingarstöðum, pöbbum og kaffihúsum hér í Köben.

Ég er ekki alveg búin að finna út hvernig best verður að blogga um þetta, finn út úr því með tímanum. 
Ég mun hafa link um staðina frá aok.dk sem er mjög góð síða.

Ef þið hafið einhverjar spurning, hugmyndir eða reynslu af stöðunum endilega látið í ykkur heyra.

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá staðnum sem ég fór á í dag, The de mente 
Ég get algjörlega mælt með honum. Maturinn var mjög góður, og á fínu verði.  Fékk mér chili kjúkling með tilheyrandi meðlæti (sem fylgir öllum réttum) Meðlætið var heil hrísgrjón, hummus, salat, jógúrt sósa, rauðrófur, bakaðar gulrætur og belgbaunir. 
Með þessu drakk ég svaka gott myntu te.

Ég er nýbyrjuð að meta rauðrófur, hér voru þær mjög góðar, mæli með að þeir sem eru ekki fyrir rauðrófur að prófa þær.

Staðurinn er kósí og skemmtilega innréttaður í Marokkóskum stíl. Hann er staðsettur ekki langt frá Strikinu.  (sjá kort á aok síðunni)

Næst myndi ég hæglega deila einum svona disk með manninum mínum, þetta er svo vel útlátið. Þessi staður bíður upp á take away, upplagt að taka með sér einn skamt, ná í flösku af köldu hvítvíni í Irma og kíkja í Rosenborg garðinn á heitum sumardegi.

SAMANTEKT:
marokkósk te-salon
Mjög góður matur
Hollur
Gott verð  $$

Ég kem aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband