Eitt af því sem réttlætir það fyrir mér að það sé farið að hausta eru bláberin og krækiber. Krækiberin eru orðin ansi vænleg og ég sé fram á fína sprettu í ár, en krækiberin hjá okkur voru frekar dapurleg í fyrra.
Ég veit um svo marga sem eru meira fyrir bláber en krækiber, ég er ein af þeim. En eftir að ég djúsaði krækiberin þá finnst mér þau ómissandi í smoothie eða bara fá sér smá í staup.
Einu sinni prófaði ég þrjár aðferðir við að djúsa krækiber, með djúsara apparati á Kitchen Aid, með Djúser og svo með því að setja í blender með ögn af vatni til að koma græjunni af stað. Blenderinn kom best út, auðvelt að þrífa, einfalt, fljótlegt og heldur meira af djúsi meir að segja (og ég tel ekki með þennan slurk af vatni sem fór með).
Ég mæli sérlega með að tína krækiberin líka og mauka þau svo í djús, þannig losnar maður við beiskjuna sem er í hratinu.
Ég skaust út í garð síðustu helgi og náði mér í góða lúku af krækiberjum, maukaði þau og setti krækiberjasafann í smoothie, bara hressandi.
Ég hef verið að versla svolítið af grænkáli, þá má nýta það á marga vegu og mér finnst Grænkálsflögur alltaf góðar.
Grænkálsflögur
- Grænkál
- Svakalega góð Extra Virgin Ólífuolía
- Sjávarsalt
Blandið káli, olíu og salti vel saman. Ég set allt í lítinn plastpoka og nunna þessu vel saman.
Svo dreyfið þið úr kálinu á smjörpappír í ofnskúffu og bakið í ofni á 200°c í ca 20 mín eða þar til grænkálið er orðið stökkt, fylgist vel með því svo það brenni ekki.
Einnig hef ég séð útfærslu með soya og sesamfræjum sem vert væri að prófa.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Takk, hlakka til að prófa grænkálssnakkið
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.8.2013 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.